Munu leggja til aukningu aflamarks

28.September'21 | 11:12
20210307131152_IMG_0520(1)

Heimaey VE á loðnuveiðum. Ljósmynd/Hólmgeir Austfjörð.

Á föstudag mun Hafrannsóknastofnun veita ráð um aflamark loðnu fyrir komandi vertíð. Leiðangur rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundsonar lauk í lok síðustu viku og unnið er að úrvinnslu gagna og útreikningum.

Upphafsráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum fyrir loðnuvertíðina 2021/2022 var veitt í desember 2020 og var sú ráðgjöf um veiðar á allt að 400 þúsund tonnum. Sú ráðgjöf var veitt á grundvelli gildandi aflareglu og byggði á mælingum á ókynþroska ungloðnu í september 2020. Þar sem mikil óvissa er um tengsl ungloðnu og veiðistofns ári síðar var um að ræða varfærna ráðgjöf. Útreikningum á niðurstöðum leiðangurs undanfarinna vikna er ekki að fullu lokið en frumniðurstöður sýna að þær væntingar sem voru um veiðar komandi vertíðar munu standast. Því er fyrir séð að Hafrannsóknastofnun mun leggja til aukningu aflamarks þegar útreikningum á stærð veiðistofnsins verður að fullu lokið, segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. 

Jafnframt segir í tilkynningunni að næstkomandi fimmtudag, 30. september muni Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) veita ráð um veiðar næsta árs fyrir kolmunna, makríl og norsk-íslenska síld. Verður ráðgjöfin aðgengileg á heimasíðu ráðsins kl. 10:00 og á sama tíma mun Hafrannsóknastofnun birta ráðgjöfina á heimasíðu stofnunarinnar. Þá mun ICES birta ráðgjöf um veiðar á úthafskarfastofnum næstkomandi mánudag en um langt árabil hefur ICES lagt til bann við veiðum á úthafskarfastofnum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.