Fjórir flokkar óska eftir endurtalningu í Suðurkjördæmi

27.September'21 | 11:28
kjorstadur_utan_21

Ljósmynd/TMS

Sjálf­stæð­is­flokk­urinn, Pír­at­ar, Sós­í­al­ist­a­flokk­urinn og VG hafa óskað eftir því að atkvæði verði talin aftur í Suðurkjördæmi.

Á fréttavef Ríkisútvarpsins er haft eftir Þóri Haraldssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að hann geri ráð fyrir að yfirkjörstjórnin taki beiðnirnar fyrir á fundi síðar í dag og ákveði hvort talið verði aftur. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um tvöleytið.

Atkvæðin geymd í læstum og innsigluðum sal

Engar vísbendingar eru uppi um villu í talningu, að sögn Þóris. Aðeins munaði sjö atkvæðum á fulltrúum Vinstri grænna og Miðflokksins í kjördæminu. Vinstri græn náðu engum kjördæmakjörnum fulltrúa inn í kjördæminu. Nú þegar hafi verið farið yfir verkferla og gæðamál og sú skoðun hefði sýnt að allt væri með felldu í talningu og uppgjöri atkvæða.

Þórir segist hafa fengið fyrirspurnir um það hvernig atkvæði hafi verið geymd. Það liggi fyrir að kjörstjórn hafi lokað atkvæðin inni í læstum og innsigluðum sal. Það sé ekki möguleiki að innsigla hvert einasta atkvæði, þá hefði ekki verið hægt að byrja talninguna sjálfa fyrr en sein á sunnudeginum. „Við innsiglum allar dyr á salnum, læsum þeim öllum, og rjúfum svo innsiglin þegar við komum aftur að salnum,“. 

Tags

X2021

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.