Eldgosanna minnst með margvíslegum hætti

27.September'21 | 07:55
gosmynd_220118_sigva_mynd_sigurg_j

Frá eldgosinu á Heimaey. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

Árið 2023 verða 50 ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey og 60 ár frá Surtseyjargosinu. Undirbúningur vegna viðburða í tengslum við þessi tímamót er þegar hafinn.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, upplýsti bæjarráð á fundi ráðsins í liðinni viku um nýundirritaða viljayfirlýsingu hennar f.h. Vestmannaeyjabæjar og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um skipulagningu norræns ráðherrafundar forsætisráðherra, gerð minnisvarða og skipulagningu málstofu, í tilefni af því að árið 2023 verða 50 ár liðin frá eldgosinu á Heimaey og 60 ár frá Surtseyjargosinu.

Markmiðið er þrenns konar:

  1. Undirbúningur og skipulagning samnorræns fundar forsætisráðherra í Vestmannaeyjum. Fundurinn verði haldinn sumarið 2023 í tengslum við Goslokahátíð Vestmannaeyja.
  2. Gerð minnisvarða á Heimaey með skírskotun til eldgosanna. Stefnt er að afhjúpun minnisvarðans á Goslokahátíð 2023.
  3. Skipuleggja málstofu í samvinnu við Jarðfræðafélag Íslands, fræðasamfélagið, HÍ, Veðurstofu, almannavarnir, embætti ríkislögreglustjóra, áhugafólk og fræðimenn. Málstofan mundi svipa til Kötluráðstefnunnar sem haldin var árið 2018.

Með þessu er vakin athygli Íslendinga á eldgosunum og þýðingu þeirra fyrir náttúruna og samfélagið í Vestmannaeyjum og á meginlandinu. Jafnframt stendur til að kynna eldgosin fyrir ráðamönnum Norðurlandanna og færa þeim þakkir fyrir ómetanlega aðstoð meðan á eldgosinu á Heimaey stóð.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að bæjarráð fagni viljayfirlýsingu forsætisráðherra og Vestmannaeyjabæjar um skipulagningu viðburða í tengslum við að árið 2023 verða 50 ár liðin frá eldgosinu á Heimaey og 60 ár liðin frá eldgosinu í Surtsey. Af því tilefni hefur forsætisráðherra, f.h. ríkisstjórnar Íslands og bæjarstjóri, f.h. Vestmannaeyjabæjar lýst vilja til þess að standa myndarlega að þessum tímamótum í sögu Vestmannaeyja og samtímasögu landsins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.