Segja góðan starfsanda ríkja á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja

24.September'21 | 17:07
baejarskrif_20

Bæjarskrifstofur Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs í dag var lögð fyrir ráðið yfirlýsing frá starfsfólki stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarskrifstofa Vestmannaeyja. 

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Af gefnu tilefni og í ljósi umræðna langar okkur starfsfólki stjórnsýslu- og fjármálasviðs á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja að koma eftirfarandi á framfæri. Við hörmum mjög þá umræðu sem átt hefur sér stað um vinnustað okkar. Hjá okkur ríkir góður starfsandi, fagleg vinnubrögð og gagnkvæm virðing meðal starfsfólks og stjórnenda á sviðinu.

Starfsfólk stjórnsýslu- og fjármálasviðs.”

Er yfirlýsingin send í kjölfarið af umræðu um meint einelti bæjarstjóra í garð ákveðinna starfsmanna hjá Vestmannaeyjabæ. Sú umræða hefur að einhverju leiti ratað í fjölmiðla, sem og á samfélagsmiðla. 

Sjá einnig: Ber bæjarstjóra þungum sökum 

Stefna og verkferlar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi kynnt

Jafnframt voru lögð fyrir bæjarráð drög að stefnu og verkferlum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks Vestmannaeyjabæjar, sem stjórnsýslu- og fjármálasvið hefur unnið að síðan í vor. Stefnan og verklagsreglurnar taka mið af reglugerð sama efnis nr. 1009/2015.

Öryggistrúnaðarnefnd skipuð

Loks var rædd skipan öryggistrúnaðarnefndar Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt 6. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, ber að skipa öryggistrúnaðarnefnd. Mannauðsstjóri fór yfir verklag við skipan slíkra nefnda.

Ný stefna og verkferlar samþykktir og fylgt eftir við forstöðumenn stofnana bæjarins

Í niðurstöðu ráðsins þakkar bæjarráð starfsfólki stjórnsýslu- og fjármálasviðs yfirlýsinguna.

Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að stefnu og verkferlum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mannauðsstjóra Vestmannaeyjabæjar að fylgja þeim eftir við forstöðumenn stofnana bæjarins.

Loks felur bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mannauðsstjóra Vestmannaeyjabæjar að sjá til þess að ný öryggistrúnaðarnefnd verði skipuð.

Eineltisstefna_-_uppfærð
Verklagsreglur_Vestmannaeyja_í_eineltis_og_kynferðismálum

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.