Sea Life Trust fær til varðveislu og sýninga safnmuni Náttúrugripasafnsins

24.September'21 | 16:37
uppstopp_saeh

Frá Náttúrugripasafni Vestmannaeyja.

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir erindi Sea Life Trust í dag þar sem fyrirtækið óskar eftir við Vestmannaeyjabæ, að fá til varðveislu og sýninga, þá safnmuni sem nú er að finna í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja, eins og núgildandi samningur við Sea Life Trust kveður á um. 

Jafnframt upplýsti Kári Bjarnason bæjarráð um samtöl sem átt hafa sér stað við Safnaráð um umrædda umleitan Sea Life Trust. Til stóð að Safnaráð kæmi fyrr í þessari viku til þess að taka út húsnæði, en vegna veðurs þurfti að fresta ferðinni.

Bæjarráð samþykkti að verða við beiðni Sea Life Trust um safnmuni Náttúrugripasafns Vestmannaeyja, með því skilyrði að Safnaráð veiti samþykki fyrir sitt leyti og felur forstöðumanni og verkefnastjóra Safnahúss að ræða við alla hlutaðeigandi aðila um breytingarnar og gerð samstarfssamning. Vestmannaeyjabær mun áfram eiga safnmunina.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.