Hlaðvarpið - Aldís Gunnarsdóttir

23.September'21 | 14:17

Þrítugasti þáttur er aðeins heimilislegri að þessu sinni. Þar sem ég heimsótti Aldísi Gunnarsdóttur og tók viðtalið upp á fallega heimili fjölskyldu hennar í Garðabæ. 

Þar sem að ég er stödd í höfuðborginni, þá tók ég upp kynningarorðin og sögubrotið heima hjá frænku minni í Mosfellsbæ, þar sem ég er umkringd 3 yndislegum hundum. Þú mátt því eiga von á að heyra smá í litlum loppum og örlitlar hrotur frá Jasmín minni. Ég vona að það trufli ekki við hlustunina á þættinum.

En að þætti vikunnar.

Í þrítugasta þætti er rætt við Aldísi Gunnarsdóttur um líf hennar og störf. Aldís ræðir við okkur um líf sitt, námið, myndlistina, hvernig var að búa í Noregi, ferðina sem hún fór á Víkingaskipinu Gaia og margt fleira.

Í seinni hluta þáttarins heyrum við stutta samantekt um sögu Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Þetta sögubrot er unnið úr heimildum á Heimaslóð.is, Fív.is og úr Blik.

Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu.

Þátturinn á Spotify. (Í einhverjum vöfrum kemur ekki allur þátturinn í spilaranum hér að neðan). Því má nálgast þáttinn í hlekknum hér að framan.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).