Tekist á um fjölgun bæjarfulltrúa
22.September'21 | 11:54Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku var til umræðu fjárhagsáætlun næsta árs.
Þar var lögð fram bókun af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í bókuninni segir að lækkun fasteignaskatta sé ánægjulegt skref sem undirrituð hafa talað fyrir. Bæjarfulltrúum mun fjölga um tvo um mitt næsta ár eftir að núverandi meirihluti gerði þessar stóru breytingar á kjörtímabilinu, en ekki er gert ráð fyrir þeim kostnaði í áætlunum. Bæjarstjórn sem skipuð er í fyrsta skipti meirihluta kvenna virðist því telja tímabært að lækka laun bæjarfulltrúa.
Úr sjö í níu á næsta kjörtímabili
Í kjölfar ofangreindrar bókunar kom fram tillaga frá fulltrúum E og H lista. Meirihluti E og H lista leggur til að fjárheimildir til bæjarstjórnar séu ekki hækkaðar til að mæta fjölgun bæjarfulltrúa úr 7 í 9 á næsta kjörtímabili. Eðlilegt er að gera ráð fyrir sömu fjárhæð því með fjölgun bæjarfulltrúa dreifist vinnuálagið sem áður var á 7 fulltrúum á 9 fulltrúa. Þar af leiðandi er verið að fara fram á minna vinnuframlag og því eðlilegt að launin lækki samkvæmt því.
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum E og H lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa D lista.
Segja breytinguna fela í sér lengri fundartíma og aukið flækjustig samskipta
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði grein fyrir atkvæðum fulltrúa flokksins með eftirfarandi bókun:
Undirrituð samþykkja ekki tillögu bæjarfulltrúa meirihlutans. Það að fjölga bæjarfulltrúum dregur hvorki úr ábyrgð né skyldum sem bæjarfulltrúa sinna. Fjölgun bæjarfulltrúa felur m.a. í sér lengri fundartíma og aukið flækjustig samskipta.
Í þriðja skiptið sem fasteignaskattsprósentan er lækkuð á íbúðarhúsnæði á kjörtímabilinu
Fulltrúar E og H lista lögðu þá fram eftirfarandi bókun: Það er ánægjulegt að í þeim forsendum fjárhagsáætlunar, sem liggja hér fyrir, er gert ráð fyrir lækkun fasteignaskatts prósentu á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði fyrir árið 2020. Þetta er í þriðja skiptið sem fasteignaskattsprósentan er lækkuð á íbúðarhúsnæði á kjörtímabilinu og í annað skiptið sem hún er lækkuð á fyrirtæki.
Í tólf ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins lækkaði fasteignaskattsprósenta aðeins einu sinni á íbúðarhúsnæði fyrir árið 2016 en aldrei á atvinnuhúsnæði. En Sjálfstæðisflokkurinn hækkaði aftur á móti fasteignaskattsprósentuna einu sinni á atvinnuhúsnæði á tímabilinu, fyrir árið 2017.
Grunnur lagður að þeirri góðu fjárhagsstöðu sem sveitarfélagið er í
Að endingu lögðu fulltrúar D listans fram bókun þar sem segir: Í 12 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins voru þungar áherslur á lækkun skulda og grunnur lagður að þeirri góðu fjárhagsstöðu sem sveitarfélagið er í.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.