Sigurður nýr framkvæmdstjóri sjúkrahússviðs HSU
21.September'21 | 14:01Sigurður Böðvarsson sérfræðingur í krabbameinslækningum hefur verið ráðinn framkvæmdstjóri sjúkrahússviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), en hann gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra lækninga.
Sigurður hefur starfað sem yfirlæknir göngudeildar á sjúkrahússviði HSU frá því í desember 2018 og á síðasta ári leysti hann jafnframt af sem framkvæmdastjóri lækninga í fjarveru Hjartar Kristjánssonar, segir í frétt á vefsíðu HSU.
Það var mikill fengur að fá Sigurður til starfa á HSU. Áður en hann kom á HSU starfaði hann í fjölda ára í Bandaríkjunum sem sérfræðingur í krabbameinslækningum við Gundersen Health System, La Crosse í Wisconsin og við Green Bay Oncology, Green Bay, Wisconsin. Þar áður starfaði hann um níu ára skeið sem sérfræðingur í krabbameinslækningum við Landspítala. Hann hefur áralanga reynslu af meðferð krabbameinssjúklinga, rannsóknum, kennslu og stjórnun, var um tíma formaður Læknafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Læknafélags Íslands. Sigurður lauk meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst árið 2009.
Um leið og við þökkum Hirti innilega fyrir hans störf, bjóðum við Sigurð hjartanlega velkominn í nýtt hlutverk hjá HSU, segir að endingu í frétt HSU.
Tags
HSU
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.