Síðdegisferð Herjólfs blásin af
vegna ofsaveðurs og sjólags
21.September'21 | 14:09Í ljósi appelsínugulrar viðvörunnar á Suðurlandi hefur verið ákveðið að fella niður ferðir Herjólfs seinni partinn í dag vegna ofsaveðurs og sjólags.
Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að henni sé sýndur skilningur, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs til þess að færa bókun sína.
Sjá einnig: Vindur kominn í 40 m/s á Stórhöfða
Á þessum árstíma er alltaf hætta færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Tilkynning hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út í síðasta lagi kl. 06:00 í fyrramálið, segir í tilkynningunni.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.