Óvænt tíðindi í Suðurkjördæmi

21.September'21 | 13:19
x2021

Mynd/Samsett

Sósíalistaflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengju öll kjördæmakjörinn þingmann í Suðurkjördæmi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups, sem birtur var í gær. 

Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn mælast öll með í kringum 10 prósenta fylgi og fengju samkvæmt þessu kjördæmakjörinn þingmann. Fram kemur í þjóðarpúlsinum að Framsókn mælist aðeins með einn kjördæmakjörinn mann í kjördæmi formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar, en mjög litlu munar að eini þingmaður VG færist yfir til Framsóknar. Samfylkingin mælist með 6,8 prósent í kjördæminu og nær ekki inn þingmanni, en VG rétt nær inn þingmanni með tæplega 8 prósent. 

Lítill munur á þeim sjö flokkum sem eru að mælast á bilinu sex til tólf prósent

Haft er eftir Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði, að verði þetta niðurstaðan muni það teljast til tíðinda. Hann á þó síður von á að svo verði. 

„Það hefur verið kjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft verið sterkari heldur en annars staðar. Framsóknarflokkurinn hefur líka verið sterkur og það væru tíðindi ef hann fengi bara einn mann í Suðurkjördæmi en í þessari könnun munar eiginlega engu að hann fái tvo og ég held að það sé nú langt líklegast,“ segir Ólafur.

Hann bendir á að skekkjumörk í könnuninni fyrir kjördæmið séu í hærra lagi, eða um sex prósent. Þess vegna sé í raun lítill munur á þeim sjö flokkum sem eru að mælast á bilinu sex til tólf prósent og taka verði mið af því þegar lesið er í niðurstöðurnar. 

Tags

X2021

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.