ÍBV boðar til félagsfundar um skipulagsmál og framtíðarsýn

20.September'21 | 07:05
vellir

Áfangaskýrsla starfshópsins var notuð sem grunnur til að móta heildarsýn félagsins til framtíðar í skipulagsmálum á Hásteinssvæðinu. Ljósmynd/TMS

ÍBV-íþróttafélag hefur boðað til félagsfundar í lok mánaðarins. 

Fram kemur í fundarboði að tilefni fundarins sé skipulagsmál og framtíðarsýn félagsins til ársins 2035.

Enn fremur segir í fundarboðinu að Vestmannaeyjabær hafi sett á lagginar starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Tilgangur starfshópsins var að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum til næstu 10 ára. Markmið starfshópsins var að leggja fram fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð tillögur um forgangsröðun verkefna, tímasetja þau og kostnaðarmeta. Það er svo hlutverk fjölskyldu- og tómstundaráðs í framhaldinu að vinna með niðurstöður og leggja fyrir bæjarstjórn tillögu um framtíðarsýn í íþróttamálum til lengri tíma.

Sjá einnig: Umfangsmiklar hugmyndir tveggja aðildarfélaga

Aðalstjórn hóf í kjölfarið að skoða alla fleti málsins eftir að áfangaskýrsla starfshópsins kom út í apríl. Var hún notuð sem grunnur inní að móta heildarsýn félagsins til framtíðar í skipulagsmálum á Hásteinssvæðinu. Fulltrúaráð félagsins var í kjölfarið fengið í frekari stefnumótunarvinnu og verður niðurstaða hennar einnig kynnt á fundinum. 

Fundargerð fjölskyldu og tómstundaráðs frá því í apríl má nálgast hér.
Áfangaskýrslu starfshópsins um framtíðarsýn íþróttamála má nálgast hér.

Á fundinum mun aðalstjórn mun kynna skipulagshugmyndir fyrir svæðið og félagsmönnum boðið að staðfesta framtíðarsýn félagsins, forgangsröðun og tímaröð framkvæmda. 

Fundað verður fimmtudaginn 30. september kl 20:00 í Týsheimilinu, segir í tilkynningu aðalstjórnar ÍBV-íþróttafélags.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...