Mikilvægt að vinnan gangi hratt og vel fyrir sig

18.September'21 | 08:55
IMG_5993

Icelandair hætti áætlunarflugi til Vestmannaeyja um síðustu mánaðarmót. Ljósmynd/TMS

Greint var frá þeirri ákvörðun Icelandair að hætta öllu áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá og með 31. ágúst sl. Málið var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var.

Í fundargerðinni segir að ákvörðun Icelandair hafi verið mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að félagið hafði áður gefið út að flogið yrði á markaðslegum forsendum út september. Í kjölfarið óskaði bæjarstjóri f.h. bæjarráðs eftir fundi með samgönguyfirvöldum um stöðuna sem upp er komin og fór sá fundur fram síðastliðinn þriðjudag með samgönguráðherra og vegamálastjóra, ásamt öðrum fulltrúum Vegagerðarinnar.

Ráðherra tók undir áhyggjur bæjarráðs af stöðunni og var á fundinum ákveðið að hefja vinnu við að finna mögulegar lausnir til þess að tryggja flug til Vestmannaeyja. Á fundinum kom fram skilningur á því að ekki verði við það búið að einungis ein samgönguleið sé til og frá Vestmannaeyjum.

Skilningur á milli aðila að ekki verði við það búið að einungis ein samgönguleið sé til og frá Eyjum

Í sameiginlegri bókun allra bæjarfulltrúa um flugsamgöngur segir að bæjarstjórn leggi mikla áherslu á að áætlunarflug sé milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Skilningur er á milli aðila að ekki verði við það búið að einungis ein samgönguleið sé til og frá Vestmannaeyjum. Mikilvægt er að vinna í Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu gangi hratt og vel fyrir sig, svo að það þjónusturof sem nú varir verði stutt. Ráðherrar og þingmenn þurfa að beita sér fyrir því.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...