Lagði til úttekt á vinnustaðarmenningu á bæjarskrifstofunum

18.September'21 | 09:45
IMG_2787

Frá fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn sl. voru starfshættir kjörinna fulltrúa til umræðu.

Á fundinum bar Hildur Sólveig Sigurðardóttir, fulltrúi D lista upp tillögu. Lagði bæjarfulltrúinn til að Vestmannaeyjabær feli hlutlausum aðila að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu skrifstofa sveitarfélagsins. Markmið slíkrar úttektar yrði m.a.:

a. að kanna fylgni við reglugerð um einelti nr. 1009/2015
b. Kanna skilvirkni ferla sveitarfélagsins sem gilda um einelti eða aðra tegund ofbeldis.
c. Kanna umfang og eðli erfiðra samskipta og eineltis innan skrifstofa sveitarfélagsins.

Tillagan felld

Tillagan var felld með 4 atkvæðum fulltrúa E og H lista gegn þremur atkvæðum D fulltrúa lista.

Njáll Ragnarsson, fulltrúi E lista gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: Það er ákaflega varhugaverð þróun að kjörnir fulltrúar blandi sér með beinum hætti í starfsmannamál Vestmannaeyjabæjar. Slíkt grefur undan trausti á stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar sem verður að geta starfað óáreitt gagnvart kjörnum fulltrúum, sérstaklega í viðkvæmum málum starfsfólks.

Það getur ekki talist óeðlilegt þó bæjarstjóri vilji bera hönd fyrir höfuð sér þegar ásakanir gegn henni um meint einelti eru reknar í fjölmiðlum, segir Njáll Ragnarsson.

Mikilvægt er að starfsmenn upplifi vellíðan í starfi

Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Trausti Hjaltason, fulltrúar D lista lögðu í kjölfarið fram bókun þar sem segir að það sé miður að meirihlutinn sé ekki tilbúin að ráðast í úttekt sem lýtur að vinnuvernd starfsmanna en mikilvægt er að starfsmenn upplifi vellíðan í starfi, verkferlar séu skýrir og starfsmenn upplýstir um hvar þá sé að finna. Meirihlutinn átti hins vegar ekki í erfiðleikum með að ráðast í kostnaðarsama úttekt á kostnaði við steinsteypu í Fiskiðjunni sem skilaði engu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).