Fluttu 61.577 farþega í ágúst

17.September'21 | 07:25
bilar_herj_nyr

15.893 farartæki fóru með Herjólfi í síðasta mánuði. Ljósmynd/TMS

Herjólfur flutti í ágúst 61.577 farþega og 15.893 farartæki. Þetta kemur fram í tölum frá Herjólfi ohf.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs segir að á seinustu árum sé það bara árið 2020 sem Herjólfur flytur færri farþega í ágústmánuði en í ár.

Þessu tengt: Metfjöldi farþega með Herjólfi á fyrri hluta árs

„Fyrstu 8 mánuði ársins höfum við flutt 265.771 farþega og það sama á við hér, aðeins árið 2020 erum við að flytja færra fólk fyrstu 8 mánuðina en í ár. Þetta eru þó ekki tölur sem eru að koma okkur á óvart og eru í takt við þá heimsmynd sem við búum við og þær áætlanir sem við höfðum lagt upp með og fylgjum.” segir Hörður Orri.

Farþegar eftir árum                
                     
  Janúar Febrúar Mars  Apríl Maí Júní Júlí Ágúst   8 mánuðir samtals
2016 8,405 7,436 9,496 16,648 36,856 53,990 79,102 68,198   280,131
2017 8,461 7,251 9,799 17,293 32,232 57,538 71,998 76,779   281,351
2018 7,511 5,025 13,447 21,735 25,003 57,039 67,861 76,428   274,049
2019 8,605 7,436 8,482 12,447 36,242 62,083 72,373 76,519   284,187
2020 8,415 9,352 7,610 4,906 21,065 48,420 62,586 37,800   200,154
2021 9,899 9,369 15,020 15,602 32,292 55,603 66,409 61,577   265,771

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).