Brugðist við vaxandi húsnæðisvanda

- tekjulítilla einstaklinga í bráðum félagslegum vanda

17.September'21 | 10:45
sambylid

Vestmannabraut 58b. Ljósmynd/TMS

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku.

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og Silja Rós Guðjónsdóttir, yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðuna innan félagslega íbúðakerfisins á fundinum. Í dag eru til leigu 56 íbúðir, 41 sem eru fyrir eldri borgara og 15 almennar félagslegar íbúðir.

Til viðbótar koma á næstu vikum 7 þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með sérhæfðar þarfir og 3 leiguíbúðir fyrir fatlað fólk. Almennum félagslegum íbúðum hefur fækka nokkuð á síðustu árum. Stórar íbúðir hafa verið seldar þar sem mun minni þörf er á slíkum íbúðum. Á sama tíma hefur orðið aukin eftirspurn eftir íbúðum fyrir einstaklinga og mikil þörf fyrir minni íbúðum. Til að mæta þessum vaxandi húsnæðisvanda tekjulítilla einstaklinga í bráðum félagslegum vanda leggur framkvæmdastjóri til að Vestmannaeyjabær leigi og framleigi húsnæðið að Vestmannabraut 58b til fjögurra ára.

Í niðurstöðu ráðsins segir að mikilvægt sé að tryggja að húsnæði sé til taks fyrir einstaklinga sem þess nauðsynlega þurfa. Ráðið samþykkir fyrir sitt leiti að Vestmannaeyjabær leigi og framleigi húsnæðið að Vestmannabraut 58b til fjögurra ára.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.