Minningarathöfn um Pelagus-slysið

11.September'21 | 08:30
Pelagus_visit_westman_is

Frá strandi Pelagus við Prestabót 1982.

Á morgun, sunnudaginn, 12. september, verður efnt til minningarathafnar í Vestmannaeyjum um Pelagus-slysið.

Aðfaranótt 21. janúar 1982 strandaði togarinn Pelagus við Prestabót í mjög slæmu veðri. Við afar erfiðar aðstæður tókst að bjarga sex skipverjum í land en tveir fórust. Undir lok björgunaraðgerða gerðist síðan sá hörmulegi atburður að tveir björgunarmenn fórust, þeir Kristján Víkingsson, læknir, og Hannes Kristinn Óskarsson sveitaforingi Hjálparsveitar Skáta Vestmannaeyjum.

Viðstaddur athöfnina á morgun verður Bart Gulpen, sem er einn eftirlifandi þeirra belgísku skipbrotsmanna sem bjargað var. Hann var einungis 17 ára skipverji á Pelagus þegar hann strandaði.

Boðskortið má sjá hér að neðan.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).