Til heiðurs Hilmari og Tedda

- dagskrá verður á laugardaginn kl. 13:00 á Bryggjunni í Sagnheimum, Safnahúsi

10.September'21 | 07:30
hilmar_og_teddi_sagnh

Hilmar Rósmundsson og Theódór Ólafsson. Ljósmynd/Facebook-síða Sagnheima

„Það hefur verið bæði fróðlegt og ánægjulegt að fara yfir sögu Hilmars Rósmundssonar og Theódórs Ólafssonar sem gerðu út  Sæbjörgu VE 56. Þeir náðu ásamt áhöfn ótrúlegum árangri á litlum bát þegar þeir á árunum 1967 og 1968 voru aflahæstir á vertíð í Vestmannaeyjum. 

Slógu svo öllum við og voru hæstir yfir landið allt 1969. Aflinn 1654 tonn á vetrarvertíð á 67 tonna bát. Geri aðrir betur,“ segir Ómar Garðarsson sem ásamt Atla Rúnari Halldórssyni hefur unnið að dagskránni, Heiður sé sjógörpum.

Atli Rúnar segir að hann hafi grúskað talsvert i safni RÚV og leitað sérstaklega að gömlum sjónvarpsfréttum tengdum útgerð og fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. „Afraksturinn sýndum við að hluta á Bryggjunni um sjómannadagshelgina og goslokahelgina í ár og fleira kom í leitirnar sem varð hluti af myndinni sem sýnd verður 11. september,“

Verðmæt heimild um horfinn tíma til sjós

„Margt forvitnileg fannst þarna eins og við mátti búast en ég er líka hugsi yfir því sem ekki er að finna í þessu annars merkilega safni. Til dæmis fann ég einungis eitt einasta viðtal við Tedda og það tók Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður á Höfn eftir að Sæbjörg strandaði í desember 1984. Teddi er annars hvergi finnanlegur í spjaldskrá safnsins, maður sem bjargaðist fjórum sinnum úr sjávarháska!

Engin önnur dæmi eru um slíkt, fullyrðir Óttar Sveinsson, rithöfundurinn sem hefur sérhæft sig í að fjalla um slys, hamfarir og björgunarafrek til sjós og lands. Ríkisútvarpið hefur nú tekið fólk í lengri viðtöl af minna tilefni. Það vill því miður verða svo að hvunndagshetjurnar fá ekki þann sess í fjölmiðlum sem þeim ber.

Ég er viss um að gömlu fréttamyndirnar í RÚV-safninu munu vekja athygli nú sem fyrr, þarna eru gullmolar og dramatískar myndir líka. Ég nefni sömuleiðis stórmerkilegar myndbandsupptökur Stefáns Friðrikssonar um borð í Sæbjörgu nr. 2. Við erum með búta af veiðum og aðgerð á dekki, fínustu myndir sem eru verðmæt heimild um horfinn tíma til sjós.“ segir Atli Rúnar.

Ætlunin að gera dagskrána að árlegum viðburði

Hann segir dagskrána, Heiður sé sjógörpum unna í samvinnu við Sjómanndagsráð og Safnahús. „Um goslok var dagskrá helguð Óskari Matthíassyni á Leó VE og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans. Núna eru það Hilmar og Teddi og ætlunin að gera dagskrána að árlegum viðburði í tengslum við sjómannadag þar sem farið er yfir sögu sjógarpa og aflaskipstjóra og áhafna þeirra,“ sagði Atli Rúnar að endingu.

Tónninn var gefinn í Sjómannadagsblaðinu 2020 þar sem fjallað er um Hilmar og Theódór og rætt við fjölskyldur þeirra og menn sem með þeim reru. Það sama var gert með Óskar og Þóru í Sjómannadagsblaðinu í ár.

Eins og áður segir er dagskráin helguð þeim Hilmari og Theódór og verður hún á morgun, laugardag kl. 13:00 á Bryggjunni í Sagnheimum, Safnahúsi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).