Áætlar að hægt verði að flytja í nýja Sambýlið um næstu mánaðarmót

1.September'21 | 07:24
isb_bogi_09_2021

Alls eru 27 íbúðir í húsinu. Á annari hæð hússins eru íbúðir fyrir fatlaða. Alls sjö íbúðir á þeirri hæð auk þess sem þar verður sameiginlegt rými fyir fatlaða. Ljósmynd/TMS

Nokkuð hefur dregist að hægt hafi verið að flytja inn í nýjar íbúðir Sambýlisins við Strandveg 26. 

Í byrjun maí kom fram í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja að ætlunin væri að flytja þjónustukjarna fyrir fatlaða og íbúðir í húsnæðið um mánaðarmótin maí/júní.

Sjá einnig: Styttist í að fyrstu íbúarnir flytji inn

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að verkið sé ekki búið en reiknað sé með að hægt verði að flytja inn um mánaðarmótin september-október.

„Þetta er mikið verk og mikið að smávægilegum atriðum sem þarf að klára. Það munu allir sem eru á vegum Vestmannaeyjabæjar flytja á sama tíma.” segir Ólafur.

Þessu tengt: 96 milljóna viðauki samþykktur í Sambýlið

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.