Tveir í einangrun og fjórir í sóttkví
31.Ágúst'21 | 14:19Í dag, þriðjudaginn 31. ágúst, eru 2 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og 4 í sóttkví.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum. Enn fremur er fólk hvatt til að halda áfram að passa sig og gæta vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, að virða fjarlægðartakmarkanir og nota handspritt og andlitsgrímu.
Þeir sem finna fyrir flensueinkennum eru hvattir til að fara í sýnatöku og halda sig til hlés þar til niðurstaða liggur fyrir. Á HSU í Vestmannaeyjum, Sólhlíð 10, eru tekin sýni alla virka daga kl. 13:00-13:15. Best er að skrá sig í sýnatöku gegnum vefsíðuna Heilsuvera.is en einnig má hafa samband við heilsugæsluna í síma 432-2500. Mæting í sýnatöku er við inngang á 1. hæð, aðkoma frá Helgafellsbraut. Raðir geta myndast utandyra á álagspunktum í sýnatöku og er fólk hvatt til að klæða sig eftir veðri. Allir sem mæta í sýnatöku eiga að nota andlitsgrímu.
Tags
COVID-19Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.