Víða framkvæmt á Heimaey

10.Ágúst'21 | 12:05
IMG_6161

Unnið hefur verið að endurbótum á gamla pósthúsinu við Vestmannaeyjabraut undanfarna mánuði. Ljósmyndir/TMS

Ekkert lát virðist á framkvæmdum víðsvegar um Heimaey. Bæði er verið að byggja íbúðar- og fjölbýlishús sem og atvinnuhúsnæði ýmiskonar.

Má þar nefna frystigeymslu í botni Friðarhafnar. Ísfélagið byggir við Fiskimjölsverksmiðju sína. Þá er byrjað á jarðvegsvinnu við fjölbýlishús á Sólhlíðinni og við nýjar raðhúsalengjur bæði á Áshamri og í Kleifarhrauni. 

Einnig er unnið að endurbótum á gamla pósthúsinu við Vestmannabraut, og vestast á Búhamri rísa einbýlishús, en búið er að úthluta öllum lausum lóðum þar. Tekið skal fram að ekki er um tæmandi upptalningu að ræða.

Ljósmyndari Eyjar.net myndaði nokkra staði þar sem framkvæmdir standa nú yfir. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...