Rúta rakst upp undir járnbita á leið í Herjólf

9.Ágúst'21 | 17:02
IMG_6211

Lögreglan var kvödd til, vegna óhappsins. Ljósmyndir/TMS

Hópferðabifreið skemmdist töluvert í dag þegar hún keyrði á járnbita við Herjólfsafgreiðsluna á Básaskersbryggju. 

Bifreiðin sem var á leið um borð í Herjólf síðdegis var of há fyrir járnbitann sem settur var upp til að verja göngubrú ferjunnar. 

Að sögn Péturs Steingrímssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum urðu engin slys á fólki við áreksturinn. Hann segir að viftukassi sem að var ofan á rútunni hafi skemmst og viðbúið sé að toppur rútunnar sé einnig tjónaður. 

Járnbitinn er málaður gulur og kyrfilega merktur með þeirri hæð sem sleppur undir bitann, þ.e 3.6 metrar, líkt og myndirnar hér að neðan sýna.

 

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.