Listi Sósíalista í Suðurkjördæmi kynntur

5.Ágúst'21 | 11:12
sosilistar_listi_sudurkj_2021

Hluti frambjóðenda Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/sosialistaflokkurinn.is

Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur leiðir lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum. Í öðru sæti er Birna Eik Benediksdóttir, framhaldsskólakennari.

„Við stöndum á tímamótum. Hið óréttláta samfélag sem öfgakapítalismi nýfrjálshyggjunnar hefur troðið upp á almenning riðar til falls. Samt halda auðvaldsflokkarnir áfram með þá stefnu sína að einkavæða eignir almennings og almannaþjónustuna og ætla að halda því áfram þvert á vilja þorra almennings. Við getum stoppað þetta,“ segir Guðmundur Auðunsson sem skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi í tilkynningu á heimasíðu flokksins.

Listanum er stillt upp af slembivöldum hópi meðal félaga flokksins sem unnið hefur hörðum höndum að því að endurspegla sem skýrast vilja grasrótar flokksins og teljum við það skila mun betri árangri en hefðbundnar leiðir við uppröðun á lista sem oftar en ekki gefa skakka mynd.

„Mér finnst það algerlega ótækt og í raun alger firring að hér á landi skuli finnast fátækt, segir Birna Eik Benediktsdóttir, sem er í öðru sæti listans. „Hér búa 10-15% barna við fátækt. Það er ekki náttúrulögmál að svo sé heldur er það pólitísk ákvörðun elítunar að sumir, þar á meðal börn, eigi að lifa í fátækt. Þessu ætlum við að breyta.“

Ástþór Jón Ragnheiðarson, sem er í þriðja sæti, hefur skýra sýn á þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi „Vandinn við innviði samfélagsins er ekki sá að við getum ekki byggt þá upp og rekið. Vandinn er að þau sem fara með völdin svelta innviðina í drep og básúna svo um ágæti einkavæðingar. Sósíalistaflokkurinn er eina mótefnið við siðlausri markaðsvæðingu samfélagslegra innviða.“

Sósíalistaflokkurinn leggur fram samhliða listanum fram tilboð til kjósenda í Suðurkjördæmi: Byggjum upp vinnu, húsnæði, þjónustu og samgöngur um allt kjördæmið. Hér má lesa tilboðið: Tilboð til kjósenda í Suðurkjördæmi.

Í fyrsta sæti er Guðmundur Auðunsson hagfræðingur. Hann hefur starfað í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins síðastliðin tvö ár og lagt félögum sínum lið við uppbyggingu grasrótar flokksins. Guðmundur lauk framhaldsnámi í alþjóðahagfræði og alþjóðastjórnmálafræði í Bandaríkjunum en hefur lengst af búið í London þar sem hann stofnaði sína fjölskyldu. Guðmundur er nú komin heim, fullur af eldmóði og sósíalískum hugsjónum, segir í tilkynningunni.

Listi Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi

 1. Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur
 2. Birna Eik Benediksdóttir, framhaldsskólakennari
 3. Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG
 4. Arna Þórdís Árnadóttir, verkefnastjóri
 5. Unnur Rán Reynisdóttir, hárgsnyrtimeistari og -kennari
 6. Þórbergur Torfason, sjómaður
 7. Einar Már Atlason, sölumaður
 8. Þórdís Bjarnleifsdóttir, nemi
 9. Arngrímur Jónsson, sjómaður
 10. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri
 11. Bjartey Hermannsdóttir, móttökuritari
 12. Pawel Adam Lopatka, landvörður
 13. Sigurður Erlends Guðbjargarson, rafíþróttaþjálfari
 14. Þórdís Guðbjartsdóttir, öryrki
 15. Kári Jónsson, verkamaður
 16. Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður
 17. Elínborg Steinunnardóttir, öryrki
 18. Stefán Helgi Helgason, atvinnurekandi
 19. Finnbjörg Guðmundsdóttir, eftirlaunakona
 20. Viðar Steinarsson, bóndi

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...