Hlaðvarpið - Silja Elsabet Brynjarsdóttir

5.Ágúst'21 | 13:59

Í tuttugasta og þriðja þætti er rætt við Silju Elsubetu Brynjarsdóttur um líf hennar og störf. Silja Elsabet, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, söngnámið og margt fleira. 

Einnig munum við fá að heyra Silju Elsubetu flytja lagið Ágústnótt af nýja disknum sem hún var að gefa út ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Diskurinn ber nafnið Heima, og inniheldur sönglög eftir Oddgeir Kristjánsson.

Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um pysjurnar, sem flögra nú til byggða og við Eyjaskeggjar og gestir keppumst við bjarga núna á kvöldin þessa dagana. Heimildir eru fengnar á lundi.isheimaslóð.is og á vísindavefur.is. Þetta sögubrot er í boði Bókasafns Vestmannaeyja.

Hægt er að nálgast þættina á Eyjar.net og einnig á helstu hlaðvarpsveitum t.d. Spotify. 

Þátturinn á Spotify. (Í einhverjum vöfrum kemur ekki allur þátturinn í spilaranum hér að neðan). Því má nálgast þáttinn í hlekknum hér að framan. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.