Mikil óvissa framundan hvað varðar farþegaflutninga
4.Ágúst'21 | 07:58Herjólfur flutti 66.409 farþega í síðasta mánuði. Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. eru það töluvert færri farþegar en skipafélagið reiknaði með í sínum áætlunum.
Hann bendir á að þetta sé minnsti farþegafjöldi sem ferðast hefur með Herjólfi í júlí fyrir utan Covid-árið 2020.
„Miklar afbókanir áttu sér stað um leið og ljóst var að nýjar sóttvarnarreglur tækju gildi. Mestu munar um afbókanir um verslunarmannahelgina en einnig hefur hægst á fyrirframbókunum inn í haustið og ljóst að mikil óvissa er framundan hvað varðar farþegaflutninga.” segir Hörður Orri í samtali við Eyjar.net.
Þassu tengt: Vel ásættanlegir flutningar það sem af er ári

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.