Tilkynning vegna smitaðra ferðamanna

1.Ágúst'21 | 15:44
20210304_085245

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Líkt og hefur komið fram í fjölmiðlum í dag, greindust ferðamenn sem voru að ferðast með ferjunni í gær kl. 10:45 frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja með Covid 19. 

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferðamennirnir hafi fengið jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku er komið var til Vestmannaeyja. Starfsfólk Herjólfs fékk upplýsingar um smitin eftir að langt var af stað frá Vestmannaeyjum í ferð kl. 12:00. Að því sögðu biðjum við bæði farþega sem voru að ferðast með okkur kl. 10:45 frá Landeyjahöfn og kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum að huga vel að sér, vera meðvituð ef einkenni birtast og fara í sýnatöku.

Starfsfólk Herjólfs fékk leiðbeiningar frá bæði sóttvarnalækni Suðurlands og rakningateyminu um næstu stref og fylgt var ákveðnum vinnureglum. Ferjan og afgreiðslustaðir okkar voru þrifin og sótthreinsuð í kjölfari.

Hópurinn var ekki búinn að fá niðurstöður þegar þau lögðu af stað í dagsferð til Vestmannaeyja í gærmorgun. Hópurinn var enn í rútunni sinni þegar fréttirnar komu og höfðu þau því ekki komið á aðra staði hér í Vestmannaeyjum.

Aftur viljum við biðla til fólks sem bíður eftir niðurstöðum úr sýnatöku eða sýna flensueinkenni að vera ekki að ferðast með ferjunni. Sé nauðsynlegt að komast milli lands og Eyja, skal hafa samband við afgreiðslu okkar í síma 4812800 til þess að gera frekari ráðstafanir. Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið.

Einnig biðlum við til farþega að huga vel að eigin sóttvörnum og fara varlega.

Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og leggur áherslu á morgun taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna þessa vàgests, segir að endingu í tilkynningunni.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).