Fréttatilkynning:

Heimsóknareglur sjúkradeildar HSU Vestmannaeyjum

gilda frá 30.07 2021

30.Júlí'21 | 16:30
heilbr_sud_2021

Markmiðið með takmörkuðum heimsóknum er að verja viðkvæma einstaklinga. Ljósmynd/TMS

Starfsfólk sjúkradeildar HSU Vestmannaeyjum hefur sent frá sér nýjar heimsóknarreglur sem hafa tekið gildi.

„Í ljósi stöðunnar í samfélaginu höfum við áhyggjur af skjólstæðingum/sjúklingum okkar. Markmiðið með takmörkuðum heimsóknum er að verja viðkvæma einstaklinga. Þessar reglur eru unnar útfrá leiðbeiningum frá almannavörnum og sóttvarnaryfirvöldum.

  • Heimsóknartími verður frá 14:30-17:30
  • Einn gestur má koma á dag og má heimsóknin vara að hámarki klukkutíma. Heimsóknin fer fram á stofu, ef fjölbýli þá er fundinn annar staður fyrir heimsóknina
  • Tilkynna þarf komu til starfsfólks
  • Maskaskylda er hjá gestum og þurfa þeir að bera maskann allan tímann
  • Handsprittun við upphaf og enda heimsóknar, sem og þegar komið er við sameiginlega snertifleti
  • Skjólstæðingar/sjúklingar mega fara í bíltúr eða göngutúr. Þá þarf heimsóknargestur að vera með maska
  • Biðlað er til aðstandenda yngri en 30 ára að sleppa heimsóknum tímabundið vegna aðstæðna
  • Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir eru með einkenni sem gætu bent til COVID-19: Hósta, hálssærindi, mæði, niðurgang, uppköst, hita, höfuðverk, kviðverki, beinverki eða þreytu
  • Gestir mega ekki koma ef þeir eru í sóttkví eða einangrun
  • Allar undanþágur fara í gegnum deildarstjóra/vaktstjóra

 

Með þökk fyrir skilninginn, starfsfólk sjúkradeildar

Munum að við erum öll almannavarnir.” segir í tilkynningunni.

 

 

Tags

HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.