Staðan endurmetin um miðjan ágústmánuð

- vonir eru bundnar við að hægt verði að halda Þjóðhátíð síðar í sumar eða snemma í haust

29.Júlí'21 | 13:46
IMG_1455.jpg  77

Frá síðustu Þjóðhátíð sem haldin var 2019. Ljósmynd/Addi í London

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðu Covid í Vestmannaeyjum og hertar samkomutakmarkanir stjórnvalda sem tóku gildi á sunnudaginn var.

Aðgerðastjórn Vestmannaeyja fundar reglulega um stöðuna og sendir frá sér tilkynningar í kjölfar funda um stöðu faraldursins í Vestmannaeyjum.

Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu óformlegan fund með fulltrúum ÍBV íþóttafélags í vikunni vegna stöðunnar sem upp er komin. Ljóst er að hertar samkomutakmarkanir leiða til þess að ekki verður hægt að halda Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina eða aðra fjölmenna viðburði næstu þrjár vikurnar. Fylgst verður með framhaldinu þegar staðan verður endurmetin um miðjan ágústmánuð.

Í niðurstöðu ráðsins um málið segir að ákvörðun stjórnvalda um hertar samkomutakmarkanir innanlands séu vonbrigði, því ekki er nema mánuður síðan að öllum takmörkunum var aflétt. Hins vegar er ljóst að nýtt afbrigði dreifir sér hratt um samfélagið, sem ber að taka alvarlega.

Bæjarráð hvetur fólk til að huga að persónubundnum smitvörnum og kynna sér þær takmarkanir sem eru í gildi.

Ánægjulegt er að Þjóðhátíðin hafi ekki verið blásin af og eru vonir bundnar við að hægt verði að halda hátíðina síðar í sumar, eða snemma í haust, segir í bókun bæjarráðs.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.