Karl Gauti leiðir lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
27.Júlí'21 | 23:16Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslistinn var samþykktur með 83% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld.
Karl Gauti var áður þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en upphaflega var hann kosinn á þing fyrir Flokk fólksins. Karl Gauti var áður sýslumaður í Vestmannaeyjum.
Í öðru sæti listans er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og í þriðja sæti er Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson.
Framboðslistinn í heild sinni er eftirfarandi:
1. Karl Gauti Hjaltason, Kópavogi
2. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Garðabæ
3. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, Kópavogi
4. Arnhildur Ásdís Kolbeins, Hafnarfirði
5. Sveinn Óskar Sigurðsson, Mosfellsbæ
6. Hafliði Ingason, Hafnarfirði
7. Elías Leví Elíasson, Mosfellsbæ
8. Íris Kristína Óttarsdóttir, Garðabæ
9. Þórunn Magnea Jónsdóttir, Mosfellsbæ
10. Brynjar Vignir Sigurjónsson, Mosfellsbæ
11. Haraldur Anton Haraldsson, Kópavogi
12. Kolbeinn Helgi Kristjánsson, Mosfellsbæ
13. Jón Kristján Brynjarsson, Garðabæ
14. Þorleifur Andri Harðarson, Mosfellsbæ
15. Katrín Eliza Bernhöft, Kópavogi
16. Elena Alda Árnason, Garðabæ
17. Valborg Anna Ólafsdóttir, Mosfellsbæ
18. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Kópavogi
19. Bryndís Þorsteinsdóttir, Garðabæ
20. Smári Guðmundsson, Seltjarnarnesi
21. Ásbjörn Baldursson, Kópavogi
22. Helena Helma Markan, Seltjarnarnesi
23. Aðalsteinn J. Magnússon, Garðabæ
24. Alexandra Einarsdóttir, Hafnarfirði
25. Sigrún Aspelund, Garðabæ
26. Gunnar Bragi Sveinsson, Reykjavík

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.