Samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti
25.Júlí'21 | 02:18Grímuskylda í einhverju formi tók gildi að nýju á miðnætti með hertum samkomutakmörkunum. Í reglugerð heilbrigðisráðherra kemur fram að grímur skuli nota þar sem er illa loftræst eða ekki er unnt að tryggja eins metra nálægðartakmörk.
Í reglugerð heilbrigðisráðherra eru tekin dæmi um staði þar sem þarf að bera grímur. Tekið er fram að það eigi einungis við ef húsnæði er illa loftræst eða ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörk, eins og áður segir.
Samkomutakmarkanir taka gildi 25. júlí og gilda til og með 13. ágúst.
HELSTU TAKMARKANIRNAR ERU ÞESSAR:
- Almennar fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.
- Nándarregla verður almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar verði undanþegin.
- Grímuskylda verður tekin upp innanhúss og þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin.
- Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verði 200.
- Heilsu- og líkamsræktarstöðvum sem og sund- og baðstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda.
- Söfnum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta.
- Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými sem skulu skráðir í sæti. Veitingasala óheimil á keppnisstöðum.
- Æfingar og sýningar sviðslista og sambærilegrar starfsemi heimilar með allt að 100 manns á sviði. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými, svo sem í bíóhúsum. Heimilt að hafa hlé en enga veitingasölu í hléum. Skrá skal gesti í sæti.
- Hámarksfjöldi gesta við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga verður 200.
- Opnunartími veitingastaða, skemmtistaða o.þ.h. verður til kl. 23:00 (tæma þarf staði fyrir miðnætti) og hámarksfjöldi gesta 100 manns í rými. Vínveitingar bornar fram til sitjandi gesta. Skrá skal gesti.
- Tjaldstæði og hjólhýsasvæði fari eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis og Ferðamálastofu.
Nánar má lesa um takmarkanirnar á vef Stjórnarráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...