Dapur, svekktur og pirraður bæjarstjóri
23.Júlí'21 | 21:47„Döpur, svekkt og pirruð!” Svona hefst facebook-færsla Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyja eftir að ríkisstjórn Íslands kynnti ákvörðun sína um að setja skuli á samkomutakmarkanir á ný frá miðnætti á morgun.
Ákvörðunin gerir það að verkum að ekki verður unnt að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Íris segir að ákvörðun dagsins sé gríðarleg vonbrigði. Verðlaunin og vonin um “eðlilegra líf”, sem átti að koma með þessum miklu bólusetningum, eru horfin; í bili að minnsta kosti.
Sjá einnig: Samkomutakmarkanir og styttur opnunartími - skoða að halda Þjóðhátíð síðar í sumar
„Við Íslendingar höfum lagt mikið á okkur og fylgt vel þeim tilmælum og takmörkunum sem gripið hefur verið til en það virðist ekki duga. Það vantar sannfærandi rökstuðning fyrir ákvörðun stjórnvalda. Ef staðan er svona grafalvarleg, eins og fullyrt er, af hverju tók þetta þá ekki gildi á miðnætti í kvöld? Af hverju er hátíðum og djammi helgarinnar leyft að flæða fram á miðnætti annaðkvöld og hvernig ætla stjórnvöld að stöðva það nákvæmlega þá?
En við leggjum ekki árar í bát! Þessi ákvörðun stjórnvalda gildi til 13. ágúst. Er ekki borðleggjandi að fresta Þjóðhátíð en slá hana ekki af?” segir í pistli bæjarstjórans.
Þessu tengt: Covid greinist á ný í Eyjum

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...