Meginmarkmið að efla og styrkja atvinnulíf og byggð í Vestmannaeyjum

og stuðla að enn meiri landvinningum fyrir íslenskt sjávarfang á alþjóðlegum matvörumarkaði

20.Júlí'21 | 08:45
brek_fuglar_vsv

Ljósmynd/TMS

Á vef Vinnslustöðavarinnar segir að greint sé frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“. 

Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri.

Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með höndum á síðustu 10 árum og bókfært virði eignarhluta þeirra í árslok 2019“ og um fjárfestingar „tengdra eignarhaldsfélaga útgerða í félögum sem ekki hafa útgerð fiskiskipa með höndum á síðustu 10 árum og bókfært virði eignarhluta þeirra í árslok 2019.“

Skýrslubeiðnin og afgreiðsla málsins á vettvangi framkvæmdavaldsins hefur að sjálfsögðu sinn gang en að þessu gefna tilefni þykir rétt að benda á að allar upplýsingar um fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar eru birtar í ársreikningum félagsins og aðgengilegar öllum sem áhuga hafa og bera sig eftir þeim. Samandregnar eru þær hér í meðfylgjandi töflu. Þar eru svör við spurningum sem koma fram í skýrslubeiðni alþingismannanna.

Vinnslustöðin er þar að auki meðeigandi en í miklum minnihluta eignarhalds í nokkrum félögum til viðbótar, til dæmis í Okada Suisan í Japan. Þessa er að sjálfsögðu getið skilmerkilega í ársreikningum samstæðunnar.

Meginþættir í fjárfestingum Vinnslustöðvarinnar eru aðallega af tvennum toga:

  1. Sölu og markaðsstarfsemi, einkum á erlendum mörkuðum. Þannig nálgast félagið neytendur/viðskiptavini/notendur á heimavelli þeirra og stuðlar að því að uppfylla enn betur óskir þeirra, væntingar og kröfur. Hér er annars vegar vísað til fyrirtækja sem framleiða vörur úr sjávarfangi Vinnslustöðvarinnar fyrir neytendamarkað og hins vegar til beinna samskipta við neytendur, hvort heldur eru gestir veitingahúsa eða viðskiptavinir stórmarkaða.
  2. Áframvinnsla afurða, einkum í Vestmannaeyjum. Þannig hefur Vinnslustöðin tekið þátt í að fullvinna loðnu- og þorskhrogn, sjóða niður lifur og þurrka haus og bein.

Allar fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar hafa að meginmarkmiði að efla og styrkja atvinnulíf og byggð í Vestmannaeyjum og stuðla að enn meiri landvinningum fyrir íslenskt sjávarfang á alþjóðlegum matvörumarkaði, segir í frétt á v

Sjá nánar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).