Margir bæjarbúa vöknuðu upp við hávaða frá viðvörunarflautu í nótt

19.Júlí'21 | 08:50
breki_ve_vid_bryggju

Breki VE við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Fjölmargir Eyjamenn vöknuðu upp í nótt við mikinn hávaða frá viðvörunarflautu.

Það var um klukkan 4 í nótt sem að flautan fór í gang. Einn heimildarmanna Eyjar.net sem vaknaði við hávaðann segir að hann hafi farið á stjá til að athuga hvað væri á seyði. Hann segir að fleiri bæjarbúar hafi verið í sömu erindagjörðum, þ.e. að kanna hvaða hlóð þetta væri og hvaðan það kæmi. 

Í ljós kom að hávaðinn var frá Breka VE, skipi Vinnslustöðvarinnar. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisks hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjar.net að þokulúðurinn á Breka hafi farið í gang af sjálfu sér. „Einhver smá truflun í rafmagni. Ekkert stórmál en vissulega mikil hávaði.” segir hann. Hann segir vélstjóra skipsins hafa komið um borð og slökkt strax á þessu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).