Leigusamningur um Hraunbúðir í burðarliðnum

12.Júlí'21 | 10:28
ellih_blom_21

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Málefni Hraunbúða voru enn til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku, en sem kunnugt er tók HSU við rekstri heimilisins fyrr á árinu.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri greindi frá því að Vestmannaeyjabæ bárust drög að tímabundnum leigusamningi frá heilbrigðisráðuneytinu, um starfsemi hjúkrunarheimilis á vegum HSU á Hraunbúðum, meðan beðið er eftir heildrænni lausn á húsnæðismálum hjúkrunarheimila. Vestmannaeyjabær sendi sínar athugasemdir til baka og beðið er viðbragða heilbrigðisráðuneytisins.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð þakki upplýsingarnar og brýnir heilbrigðisráðuneytið að ljúka gerð samningsins á þeim nótum sem Vestmannaeyjabær leggur til.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.