Ísey Skyr Bar opnaði í Baldurshaga í gær

6.Júlí'21 | 08:05
isey_opnun

Það var allt á fullu við undirbúning opnunar í gærmorgun þegar ljósmyndari Eyjar.net leit við í Ísey í Baldurshaga.

Í gær opnaði Ísey skyr-bar í Vestmannaeyjum. Um reksturinn sjá þau Gísli Valur Gíslason og Eygló Dís Alfreðsdóttir Olesen. Þau segja í samtali við Eyjar.net að fyrst um sinn verði einungis skyrbarinn opinn, en síðar í mánuðinum komi ísbúðin til með að opna.

Opnunartíminn verður fyrst um sinn frá 9-18 virka daga, laugardaga frá 10-18 og sunnudaga 11-18, en lengist síðan þegar íssalan bætist við. 

„Um miðja næstu viku opnum við Eydísi ísbúð og lengist þá opnunartíminn.” segir Gísli Valur og bætir við: „Við fengum frábærar viðtökur við fyrirtækjaþjónustuna alla síðustu viku, við fórum með QR kóða í fyrirtæki, fólk gat pantað sér og fékk þetta svo sent til sín. Þar sem við vorum að opna staðinn langar okkur að koma því á framfæri að við ætlum að hafa lokað fyrir fyrirtækjapantanir þessa vikuna til að fá smá tilfinningu fyrir opnuninni. Við munum auglýsa okkur þegar fyrirtækjapantanir verða opnar á ný og með hvaða sniði.” segir hann og vill koma á framfæri þökkum fyrir frábær viðbrögð.

Frábær opnunartilboð gilda út 12. júlí á staðnum. Allir drykkir eru á 1.195 kr. og allar skálar á 1.495 kr. Gísli og Eygló hvetja Eyjamenn og gesti að kíkja við á Ísey Skyr Bar í Baldurshaga.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).