Sr. Kristinn Ágúst leysir af í Landakirkju

1.Júlí'21 | 15:22
kristinn_agust_fridfinnsson_landak

Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Mynd/landakirkja.is

Næstu vikur munu prestar Landakirkju vera í sumarfríi og því mun sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjóna við Vestmannaeyjaprestakall í þeirra stað.

Fram kemur á vef Landakirkju að sr. Kristinn hafi áður starfað sem sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði, Seljaprestakalli í Reykjavík, í Dómkirkjunni í Reykjavík, Hraungerðisprestakalli í Árnessýslu og þjónaði einnig Laugardælum og Villingaholti. 2009 bættist Selfosssókn við prestakall hans.

Frá október 2014 hefur hann sinnt sálgæslu og sáttamiðlun á vegum Biskupsstofu. Hann hefur um árabil haldið regluleg námskeið og fyrirlestra fyrir ríkisstofnanir og félagasamtök um átakastjórnun, sáttamiðlun, samtalstækni, sjálfsstyrkingu, leiðir til að bæta andrúmsloft á vinnustöðum og takast á við erfiða einstaklinga.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.