Vestmannaeyjabær endurskoðar styttingu vinnuvikunnar

27.Júní'21 | 14:04
gardsl_staff_baerinn_stor

Sumarstarfsmenn Vestmannaeyjabæjar að störfum. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar þann 21. desember 2020, var samþykkt samkomulag við starfsfólk allra stofnana Vestmannaeyjabæjar um styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk. 

Í samkomulagi hverrar stofnana var kveðið á um endurskoðun í maí 2021. Endurskoðun er ætlað að meta áhrif breytinganna, þ.e. hvort þær falli að starfsumhverfinu og uppfylli markmið um styttingu vinnuvikunnar. Málið var tekið upp á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn var.

Vinnutímahópar þriggja stofnana vildu breyta fyrirkomulagi

Endurskoðun hefur farið fram á öllum stofnunum Vestmannaeyjabæjar. Umræður fóru fram meðal starfsfólks á hverjum vinnustað. Af 15 stofnunum komust 12 að þeirri niðurstöðu að gildandi fyrirkomulag væri að reynast vel og starfsfólk kaus óbreytt fyrirkomulag, en vinnutímahópar 3 stofnana vildu breyta fyrirkomulagi til að uppfylla betur markmið vinnutímastyttingarinnar.

Óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar á endurskoðuðu fyrirkomulagi vinnutímastyttingar. Þegar bæjarstjórn hefur staðfest breytingarnar verður heildaryfirlit sent innleiðingarhópi samningsaðila, sem skipaður er fulltrúum frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB, BHM og ASÍ.

Samkvæmt fylgiskjali 2 í kjarasamningi aðila kemur fram að fyrir lok samningstímans 1. mars 2023 skulu aðilar kjarasamnings þessa leggja sameiginlegt mat á áhrif breytinganna og hvort núverandi framsetning á ákvæðum vinnutíma í kjarasamningi falli best að framtíðarskipulagi, starfsumhverfi sveitarfélaga og að fyrrgreindum markmiðum hafi verið náð.

Samkomulag um fyrirkomulag styttingar vinnutíma starfsfólks Vestmannaeyjabæjar var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum á fundi bæjarstjórnar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...