Uppbygging fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey
24.Júní'21 | 10:00Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri, f.h. Sjálfbærs fiskeldis í Eyjum ehf., undirrituðu í dag samkomulag vegna fiskeldis í Viðlagafjöru á Heimaey.
Um er að ræða fiskeldi á landi í Vestmannaeyjum þar sem megináhersla verður lögð á sjálfbærni, nýjungar og nýtingu. Gert er ráð fyrir að frummatsskýrsla umhverfismats verði tilbúin um næstu áramót. Vestmannaeyjabær hefur hafið skipulagsvinnu þar sem gert er ráð fyrir framangreindri starfsemi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um næstu áramót. Með samkomulaginu skuldbindur Vestmannaeyjabær sig til þess að úthluta lóð til félagsins á grundvelli samþykkts skipulags.
Megináhersla er lögð á sjálfbærni og nýtingu
Það er ánægjulegt að forráðamenn félagsins sjái tækifæri í nýrri atvinnuuppbyggingu í Vestmannaeyjum þar sem megináhersla er lögð á sjálfbærni og nýtingu og eru umhverfissjónarmið höfð að leiðarljósi. Ljóst er að með starfseminni mun störfum í Vestmannaeyjum fjölga, fyrst vegna framkvæmda og svo þegar rekstur félagsins hefst.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...