Tvær frá ÍBV í hópi verðlaunahafa

23.Júní'21 | 16:18
hrafnh_sunna_sams

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sunna Jónsdóttir með verðlaunin. Ljósmynd/samsett.

Fyrr í dag hélt Handknattleikssamband Íslands verðlaunahóf, þar sem leikmenn og þjálfarar liða í Olís- og Grill 66 deildunum voru verðlaunaðir fyrir nýafstaðið leiktímabilið.

ÍBV átti fulltrúa í hópi verðlaunahafa. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hlaut háttvísisverðlaun HDSÍ (handknattleiksdómarasamband Íslands). Þá var Sunna Jónsdóttir kjörin besti varnarmaður Olísdeildar kvenna.

Á facebook-síðu handknattleiks deildar ÍBV segir að forsvarsmenn félagsins séu mjög stolt af stelpunum og er þeim óskað hjartanlega til hamingju!
 

Tags

HSÍ ÍBV

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...