Næstu bólusetningar í Vestmannaeyjum

22.Júní'21 | 12:18
bólusetning_jun

Bólusett í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Bólusetningar í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun. Á morgun, miðvikudag er verið að ljúka seinni bólusetningu hjá um 200 manns sem fá Pfizer.  

Einnig verður boðaður nýr hópur – börn með undirliggjandi áhættuþætti 12 – 15 ára.   Á næstu vikum verður haldið áfram með seinni bólusetningar þeirra sem fengið hafa Phizer bóluefni, segir í tilkynningu frá HSU.

Enn fremur segir að fyrri hluta júlí sé komið að seinni bólusetningu hjá stórum hópi fólks sem fær Astra Zenica

“Opinn dagur” á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn verður “Opinn dagur” fyrir þá sem óska eftir bólusetningu með Janssen, þó með þeim formerkjum að folk er beðið um að skrá sig fyrirfram í bólusetningar.

Þessi tími er ætlaður þeim sem fengið hafa covid áður,  og fyrir aðra þá sem ekki hafa fengið boðun eða ekki mætt en óska eftir bólusetningu. Þeir sem óska eftir að mæta eru beðnir um að hringja í skiptiborð HSU í Vestmannaeyjum, sími 4322500 og verður þeim gefinn tími í bólusetningu, segir að endingu í tilkynningunni.

Tags

COVID-19 HSU

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.