Forsætisráðuneytið styrkir verkefni um kynjaða tölfræði

22.Júní'21 | 16:12
IMG_6026

Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum, hér með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Ljósmyndir/TMS

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var í heimsókn í Vestmannaeyjum í dag. 

Eitt af verkefnum forsætisráðherra var var að skrifa undir styrkveitingu til sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum vegna verkefnis er lýtur að kynjaðri tölfræði þegar kemur að málarekstri í stjórnsýslunni.

Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjar.net að markmið verkefnisins sé að til verði opinber og samræmdur gagnagrunnur sem unninn er úr starfakerfum sýslumanna og hægt verður að nýta til að varpa ljósi á stöðu kynjanna og meta hvort munur sé á stöðu kynjanna þegar kemur að málarekstri í stjórnsýslunni.

Stefnt að því að birta tölfræðina opinberlega

„Slík kynjuð tölfræði getur geymt mikilvægar upplýsingar fyrir rannsóknir þegar meta þarf hvort og hvernig aðgerða sé þörf til að jafna stöðu kynja. Jafnframt mun tölfræðin nýtast aðilum innan stjórnsýslunnar við stefnumótunarvinnu. Stefnt er að því að birta tölfræðina opinberlega þannig að hún geti nýst sem flestum, til dæmis fræðasamfélagi, stjórnmálunum og fjölmiðlum.” segir Arndís Soffía.

Hún segir styrk forsætisráðuneytisins til verkefnisins tryggja að það geti orðið að veruleika og eflir um leið embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).