Berta og Íva Brá á landsliðsæfingum

22.Júní'21 | 10:20
ksi_bolti

Mynd/samsett

Berta Sigursteinsdóttir og Íva Brá Guðmundsdóttir, leikmenn ÍBV eru þessa dagana á landsliðsæfingum hjá yngri landsliðum Íslands í fótbolta. 

Berta var valin í U-16 og Íva í U-15, segir í frétt á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags. Bæði lið eru að æfa á Selfossi þessa dagana og standa æfingarnar til miðvikudags.

Berta og Íva hafa báðar leikið mjög vel með 2. flokki félagsins og hefur Berta einnig komið vel við sögu í leikjum meistaraflokks. U-16 landsliðið er að undirbúa sig fyrir Norðurlandamótið sem fram fer 4. - 13. júlí 2021.

Tags

ÍBV KSÍ

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.