Niðurstöður liggja fyrir í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi

20.Júní'21 | 17:47
framsokn-sudurkjordaemi-profkjor-2021

Frambjóðendurnir átta. Ljósmynd/xb.is

Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi héldu lokað prófkjör í gær, laugardag. Átta voru í framboði og skiptust atkvæði fimm efstu þannig:

1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi 975 atkvæði í 1. sæti

2. Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ 552 atkvæði í 1. - 2. sæti

3. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ 589 atkvæði í 1. – 3. sæti

4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ 616 atkvæði í 1. – 4. sæti

5. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg 773 atkvæði í 1. – 5. sæti

Silja Dögg þiggur ekki þriðja sætið

Alls voru 3121 á kjörskrá. 1165 greiddu atkvæði, sem er 37,5% kjörsókn.

Sigurður Ingi fékk samtals 95,7% gildra atkvæða. Silja Dögg Gunnarsdóttir tilkynnti á fundinum að hún myndi ekki þiggja þriðja sætið. Þann 26. júní verður auka Kjördæmisþing á Marriott hótel í Keflavík þar sem allur listinn verður borinn til samþykktar, segir í tilkynningu Framsóknar.

Einn Eyjamaður sóttist eftir sæti á lista Framsóknar. Það var Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Hann sóttist eftir þriðja sætinu, en náði ekki inn í fimm efstu sætin.

 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).