17. júní - dagskrá dagsins í Eyjum

17.Júní'21 | 09:00
17.juni_17

Ljósmynd/TMS

Í dag eru liðin 77 ár frá stofnun lýðveldisins. Ritstjórn Eyjar.net óskar Íslendingum nær og fjær gleðilegrar þjóðhátíðar. Að venju verða hátíðarhöld um land allt og eru Vestmannaeyjar engin undantekning. 

Dagskrá dagsins í Eyjum er sem hér segir:

9:00

Fánar dregnir að húni í bænum

10:30 Hraunbúðir

Fjallkonan – Sara Rún Markúsdóttir flytur hátíðarljóð

Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja

11:30 Einarsstofa

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs afhent

13:30 Íþróttamiðstöð

Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45.

Gengið verður  í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni.

Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika undir.

14:00 Stakkagerðistún

Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs setur hátíðina.

Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar.

Tónlistaratriði –  Stuðlarnir

Hátíðarræða –  Klaudia Beata Wanecka

Börn af Víkinni, 5 ára deild, syngja nokkur lög.

Fjallkonan – Sara Rún Markúsdóttir flytur hátíðarljóð

Ávarp nýstúdents – Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir

Fimleikafélagið Rán og landslið karla í hópfimleikum

 

15:00 Hraunbúðir

Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti á Hraunbúðum.

 

Hoppukastalar og fjör ef veður leyfir.

Frítt inn á Sagnheima í tilefni dagsins.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).