Fólk hvatt til að sýna samfélagslega ábyrgð og mæta í bólusetningu

16.Júní'21 | 15:41
bólusetning_jun

Í dag var fjöldi fólks bólusettur í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Nú er stutt á milli stórra bólusetningardaga á Suðurlandi og mjög margir sem fá boð. Því miður eru talsvert um að fólk mæti ekki í bólusetningar og það veldur okkur áhyggjum.

Þetta segir í tilkynningu frá starfsfólki HSU, sem birt er á vef stofnunarinnar í dag. Enn fremur segir að það fari mikil vinna í bólusetningarferlið og tímafrekt sé að kalla inn fólk aftur og aftur eins og raunin er. Margir bregðast skjótt við og svara kalli með engum fyrirvara sem við kunnum vel að meta og kemur í veg fyrir að bóluefni fari til spillis.

Bóluefnið er viðkvæmt og þegar búið er að blanda efnið þarf að nota það innan fárra klukkustunda. Það er því til mikils að vinna að fólk sem fengið hefur boðun mæti og að allir séu vakandi í að fylgjast með hvort boð berist í símann. 

Því miður er erfitt er að segja til um hvenær fólk getur átt von á boðun í bólusetningu, allt veltur á því hvað HSU fær mikið bóluefni úthlutað hverju sinni.

Munum að afléttingar á sóttvörnum í samfélaginu verða ekki nema við náum fram hjarðónæmi með bólusetningum.

Sýnum öll samfélagslega ábyrgð og mætum í bólusetningu, segir að endingu í tilkynningunni.

 

Tags

COVID-19 HSU

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.