Áframhald á heilsueflingu fyrir eldri borgara

16.Júní'21 | 14:39
eldra_folk

Mikil ánægja hefur verið með heilsueflingarverkefnið í Eyjum. Ljósmynd/úr safni

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja fjallaði um heilsueflingu fyrir eldri borgara á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum. Fyrir liggur boð um nýjan samstarfsamning við Janus-heilsuefling um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið "Fjölþætt heilsuefling 65 plús í Vestmannaeyjum".

Ráðið samþykkir fyrir sitt leiti erindið enda er það mikilvægt forvarnarverkefni sem hjálpar til við meginmarkmið laga um félagsþjónustu að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og velferð íbúa. Góð heilsa tryggir hæfni eldri borgara til að geta búið eins lengi og unnt er í heimahúsum og við sem eðlilegast heimilislíf.

Ráðið felur framkvæmdastjóra sviðs að leita heimilda fyrir fjármagni til að tryggja áframhald verkefnisins, segir í afgreiðslu ráðsins.

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar

Á sama fundi lagði Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fram samþykkta áhersluþætti Vestmannaeyjabæjar í málaflokki aldraðra til umræðu.

Í stefnunni kemur fram að mikilvægt sé að farið sé yfir markmið hennar á hverju ári. Nú þegar hafa nokkrir þættir hennar breyst eftir að rekstur Hraunbúða er ekki lengur á vegum sveitarfélagsins. Mikilvægt er að uppfæra stefnuna og leggja upp kostnaðaráætlun fyrir næsta ár út frá því hvaða leiðir skal fara til að ná þeim markmiðum sem sett eru. Ráðið þakkar umræðuna og tekur málið aftur upp þegar unnið verður að fjárhagsáætlun næsta árs.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...