Verklag samræmt vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna
12.Júní'21 | 08:40Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja var verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna til umfjöllunar.
Yfirfélagsráðgjafi kynnti nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna. Verklagið er hliðarafurð tilraunaverkefnisins "Aðgerðir gegn ofbeldi" og var unnið af yfirfélagsráðgjafa og fræðslufulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Verklagið er fyrir Grunnskólann, leikskólana, Framhaldsskólann, Tónlistarskólann, Frístund og félagsmiðstöðina. Verklagið verður kynnt starfsfólki viðkomandi stofnana í haust.
Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið þakki kynninguna og telur það jákvætt að verið sé að samræma verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...