Rúnar Gauti Íslandsmeistari í snóker

12.Júní'21 | 17:44
runargauti_islandsmeistari_cr

Ljósmynd/Billiardsambandið

Rúnar Gauti Gunnarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í snóker í flokki leikmanna 21 árs og yngri. Rúnar Gauti vann Brynjar Hauksson 2:0 en mótið var haldið á Billiardbarnum í Reykjavík. 

Auk bikars, fékk Rúnar Gauti glæsilegan Woods snókerkjuða í sigurverðlaun. Þrátt fyrir mikinn snókeráhuga í Vestmannaeyjum er hægt að telja Íslandsmeistaratitlana á fingrum annarrar handar.  Þannig varð Eðvarð Matthíasson Íslandsmeistari 1993 en þeir Kristján Egilsson og Páll Pálmason urðu báðir Íslandsmeistarar öldunga fyrir nokkrum árum.

Á meðfylgjandi mynd er Pálmi Einarsson, forseti Billiardsambands Íslands að afhenda Rúnari Gauta sigurverðlaunin. 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.