Marija Jovanovic til ÍBV

12.Júní'21 | 16:24
marija_jagodica_ibv_fb

Marija Jagodica Jovanovic.

Handknattleiksdeild ÍBV hefur gengið frá samkomulagi og skrifað undir tveggja ára samning við Mariju Jovanovic sem mun leika með kvennaliði félagsins á komandi tímabilum.

Marija er 26 ára serbneskur leikmaður, hávaxin og mjög öflug á báðum endum vallarins. Marija hefur leikið undanfarin ár með ZORK Jagodina í Serbíu en þær urðu serbneskir meistarar á dögunum. Á síðustu 4 árum hefur lið hennar unnið meistaratitilinn í heimalandinu þrisvar sinnum, tvisvar sinnum sigrað bikarkeppnina og einu sinni orðið meistarar meistaranna. Marija er í landsliðshópi Serbíu og er nú við æfingar með liðinu.

Í tilkynningu frá ÍBV segir að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægðir með að vera búnir að fá Mariju til liðs við ÍBV-fjölskylduna og er hún boðin hjartanlega velkomin.
 

Tags

ÍBV

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.