Langhæsti vinningur allra tíma til Íslands

- Heppinn spilari fær 1.270 milljónir - óvenjulega háan vinning vegna kerfsibreytinga

9.Júní'21 | 19:51
vikingalotto

Vinningsmiðinn var keyptur á lotto.is.

Lánið lék svo sannarlega við íslenskan spilara í Vikinglotto sem vann í kvöld langhæsta vinning sem nokkru sinni hefur komið til Íslands. 

Þessi lukkunnar pamfíll var einn með 2. vinning en vegna kerfisbreytinga var hann margfalt hærri en venja er eða alls 1.270.806.970 krónur en hefur hingað til hlaupið á nokkrum tuga milljóna. Aldrei hefur stærri vinningur komið til landsins en eftir því sem næst verður komist er þessi risavinningur um fimm sinnum hærri en sá næststærsti hingað til en vinningsmiðinn var keyptur á lotto.is, segir í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá.

Nýlega voru gerðar breytingar á útdrætti Vikinglotto til að auka líkur á stórum vinningum en í þeim felst að stærsti vinningurinn er að hámarki um 3.600 milljónir. Því voru umtalsverðar fjárhæðir færðar í annan vinning sem skilaði sér eins og áður sagði óskiptur til Íslands. Íslensk getspá óskar vinningshafanum innilega til hamingju og vonast til að geta sent frá sér nánari fréttir um málið síðar.

Uppfært kl. 20.15

1.vinningur gekk hinsvegar ekki út að þessu sinni.

En tveir heppnir miðahafar skiptu með sér hinum al-íslenska 3. vinning og hljóta þeir rúma 1 milljón króna í vinning hvor. Miðarnir góðu voru keyptir í Olís í Álfheimum í Reykjavík og í Lottó-appinu.

Átta miðahafar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup Furuvöllum á Akureyri, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Olís í Borgarnesi, N1 í Reykjanesbæ, einn miðinnn var keyptur í Lottó appinu, einn miðinn var keyptur á heimasíðu okkar lotto.is og tveir miðanna voru í áskrift.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.