Fjarlægja skal númerslausa bíla

9.Júní'21 | 20:05
numerslaus_bill

Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að á næstunni hefjist vinna við að fjarlægja númerslausar bifreiðar af lóðum og götum bæjarins. Ljósmynd/TMS

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fjarlægja númerslausa bíla af götum bæjarins sem og af lóðum.

Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að á næstunni hefjist vinna við að fjarlægja númerslausar bifreiðar af lóðum og götum bæjarins og er búið að líma aðvörunarmiða á bifreiðarnar með lokafresti til að fjarlægja þær.

Fyrirtækið Vaka ehf. mun fjarlægja þær bifreiðar sem enn eru til staðar og það á kostnað eigenda bifreiðanna og verða bifreiðarnar fluttar í Vökuportið í Reykjavík. Kostnaður við að fjarlægja eina bifreið er verulegur en til að létta undir með fólki þá geta starfsmenn Þjónustumiðstöðvar fjarlægt umrædda bíla, eigendum að kostnaðarlausu. Skorað er á viðkomandi að klára sín mál svo ekki komi til aðgerða.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.